Almennir viðskiptaskilmálar
Undir þessa viðskiptaskilmála falla öll viðskipti með vörur og þjónustu Líftæknis, þar með talin tilboð og samningar milli Líftæknis og viðskiptavina, nema um annað sé sérstaklega, skriflega, samið. Líftækni áskilur sér rétt til þess að breyta viðskiptaskilmálum sínum með fyrirvara.
Þjónusta
Almennur opnunartími Líftæknis er mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 – 16:30 og föstudaga frá 9:00 – 15:00. Símsvörun er alla virka daga frá 8:00 til 17:00.
Öllum beiðnum og tölvupóstum er svarað alla virka daga frá 8:00 til 17:00.
Neyðarsími er opinn fyrir samningsbundna viðskiptavini allan sólarhringinn. Fyrir vinnu utan almenns opnunartíma er greitt samkvæmt verðskrá nema um annað sé sérstaklega samið.
Tilboð og samningar
Samningur telst vera kominn á og bindandi þegar báðir aðilar hafa undirritað eða samþykkt tilboð, samning og/eða samningsviðauka eftir atvikum. Samþykki í tölvupósti telst sem skriflegt samþykki.
Frá því að tilboð er kynnt fyrir viðskiptavinum gildir tilboðið í 30 daga, nema um annað sé sérstaklega samið.
Almennur gildistími samninga er 6 mánuðir og er óuppsegjanlegur á þeim tíma. Eftir þann tíma er 1 mánaða gagnkvæmur uppsagnarfrestur.
Samningsaðilar hafa rétt á því að rifta samning komi til verulegra vanefnda eða annarra tilvika sem nánar eru tilgreind í samningi.
Komi upp misræmi á milli annars vegar texta þessara almennu viðskiptaskilmála og hins vegar texta samnings og/eða viðauka samnings, gildir texti samnings og viðauka hans.
Netviðskipti / vefverslun
Kaup á vöru í vefverslun Líftækni jafngildir skriflegum samningi. Almennur skilaréttur á vöru úr vefverslun er 30 dagar. Við skil þarf varan að vera , ónotuð, óskemmd og í upprunalegum umbúðum. Almennt er ekki hægt að skila sérpöntuðum vörum.
Endurgjald og greiðsluskilmálar
Endurgjald fyrir vörur og þjónustu Líftæknis fer eftir gildandi verðskrá hverju sinni og skal það staðgreitt, nema um annað sé sérstaklega samið. Líftækni áskilur sér rétt til að hafna hverjum sem er um reikningsviðskipti.
Samningsbundnir viðskiptavinir fá senda reikninga fyrir veitta þjónustu og fara greiðsluskilmálar eftir ákvæðum samnings.